Í byrjun árs eru margir sem einsetja sér að tileinka sér nýja og góða siði.

Hvernig væri að tileinka sér að vera fyrirmyndarflokkari, hvort sem það sé í heima hjá sér, í skólanum eða í vinnunni.

Það er kannski gaman að byrja á því og rifja upp af hverju við erum jú að flokka.

Allar umbúðir og annað sem við notum í okkar daglega lífi er unnið úr hráefni sem eiga sér uppruna í náttúrunni.  Málmar eru unnir úr námum með tilheyrandi jarðraski, til að framleiða pappír og pappa eru felld tré og plast er sem dæmi unnið úr olíu.

Markmiðið með að endurvinna efni er að búa til hringrás sem er gert til að draga úr frumvinnslu hráefni og minnka þar með það álag sem skapast á auðlindir jarðar.  Með því að flokka vel og vandlega er ekki aðeins verið að koma úrgangi aftur inn í hringrásarhagkerfið heldur er einnig verið að draga úr urðun á úrgangi.  Ástæða þess að við viljum urða sem minnst er að með urðun tapast bæði efni og orka út úr hringrásinni.

Flokkun til endurvinnslu stuðlar að hringrás hráefna og minni auðlinda notkun.

Heimilin í landinu flokka í 4 flokka á meðan fyrirtæki flokka í að lágmarki í 7 flokka.

Heimili

 • Pappír
 • Plast
 • Matarleifar
 • Blandaðurúrgangur

Fyrirtæki

 • Pappír
 • Plast
 • Matarleifar
 • Blandaðurúrgangur
 • Málmur
 • Gler
 • Nytjahlutir

Ef einhver vafi er á í hvaða flokk á að setja úrganginn hvetjum við þig til að fara inn á vef Sorpu flokkum.is