Ertu með ónýtar jólaseríur heima hjá þér?

Við viljum minna ykkur á mikilvægi þess að skila þeim í endurvinnslustöðvar í þar til gerð ílát sem eru fyrir lítil raftæki.

Ónýtar jólaseríur eiga alls ekki að flokka sem blandaður úrgangur.

Ljósaseríur flokkast sem raftæki eins og annar búnaður sem knúinn er rafmagni.

Á söfnunarstöðvum sveitarfélaga er venjulega kar eða tankur fyrir þennan flokk en á höfuðborgarsvæðinu og víðar sjá starfsmenn stöðvanna um móttöku og flokkun raftækja.

Ljósaseríur eins og önnur lítil raftæki eru sendar úr landi til endurvinnslu. Móttökuaðili sendir tækin í gegnum vinnslulínu þar sem þau eru tætt niður í smáar efnisflögur sem síðan fara í gegnum vélræna flokkun.

Sú flokkun aðskilur gler, málma og plast og þessir efnisstraumar eru síðan sendir áfram til endurvinnslu hjá fyrirtækjum sem eru sérhæfð hvert í sínum flokki.