Þriðja árið í röð býður Orkan viðskiptavinum sínum að koma á valdar stöðvar sínar og tæma plast og pappa í umbúðagáma í samstarfi við okkur hjá Terra.

Í ár verða umbúðagámarnir staðsettir við fimm Orkustöðvar og þar verður hægt að losa pappa og jólapappír í einn gám og plast í annan gám.

Umbúðagámarnir verða opnir dagana 25.- 29. desember frá kl.08:00 -23:00

Umbúðagámarnir verða staðsettir á:

  • Austurströnd, Seltjarnarnesi
  • Gylfaflöt, Reykjavík
  • Kleppsvegi, Reykjavík
  • Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði
  • Skagabraut, Akranesi

Hvetjum við ykkur til að flokka vel og vandlega til að þetta skili sér sem hreinir straumar aftur út í hringrásarhagkerfið.

Það sem má fara í pappagámin:

Allur gjafapappír og bylgjupappír

EKKI járn (stundum er járn í umbúðum)

Það sem má fara í plast:

Allt umbúðaplast

Frauðplast í litlu magni

Ekki járn (stundum er járn í umbúðum)

👉 Við viljum ítreka að pakkaböndin eru flokkuð sem blandaður úrgangur og eiga því ekki að fara í þá gáma sem Orkan er með hjá sér.

Endilega nýtið ykkur þessa frábæru þjónusta Orkunnar

Renndu við og nýttu orkuna til að flokka.