- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Orkan er ávallt að leita leiða til að stytta viðskiptavinum sínum sporin og aðstoða við flokkun. Okkur hjá Terra finnst ekki leiðinlegt þegar þau hjá Orkunni leita til okkar fyrir svona skemmtileg verkefni þar sem við elskum að flokka.
Þriðja árið í röð buðu þau upp á umbúðagáma á milli jóla og nýárs í samstarfi við okkur. Í ár fóru þau skrefinu lengra og buðu upp á tvo gáma á hverri staðsetningu, einn fyrir plast og annan fyrir pappa/jólapappírinn. Umbúðagámarnir voru staðsettir við Orkuna á Austurströnd, Gylfaflöt, Kleppsvegi, Reykjavíkurvegi og Skagabraut.
Viðskiptavinir þeirra söfnuðu rúmlega 3 tonnum af úrgangi. Viðskiptavinir við Austurströnd og Kleppsveg unnu "flokkunarsnillingar" titilinn en þeir söfnuðu hvað mest í gámana!
Geggjað vel gert og eins og Orkan segir:
Takk fyrir að nýta orkuna til að flokka!
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00