Terra vinnur með Landsbjörg og hvetur landsmenn til að plokka upp flugeldarusl um áramótin.

Allir landsmenn eru hvattir til þess um áramótin að styðja björgunarsveitirnar með fjárframlögum eða flugeldakaupum, en ekki síður að hefja nýtt ár á því að skella sér út í labbitúr og plokka allt flugelda-ruslið sem víða má sjá eftir fjörugt gamlárskvöld. Þetta er góð byrjun á nýju ári, að hreinsa upp gamla árið, hreinsa umhverfið, en það er fátt hollara fyrir líkama og sál en að plokka.

Terra tekur þátt í þessu landsátaki björgunarsveitanna og við hvetjum alla, konur og kalla, unglinga og börn, til þess að plokka flugeldarusl á nýársdegi. Söfnunargámum hefur verið komið upp við sölustaði björgunarsveitanna um land allt.