Saman náum við árangri!

Þegar kemur að flokkun úrgangs er mikilvægt að við séum öll upplýst um hvað eigi að fara hvað og mikilvægi þess að flokka úrganginn rétt svo sem mestur árangur náist.

Við höfum tekið saman nokkur hollráð fyrir fyrirtæki sem vilja bæta sig í flokkun úrgangs.

  1. Skipa ábyrgðaraðila meðal starfsmanna.
  2. Fræða starfsfólk um mikilvægi þess að flokka rétt.
  3. Hafa upplýsingar tengdar flokkun sem hlua af nýliðakynningu fyrirtækisins.
  4. Innleiða flokkun í menningu fyrirtækisins.
  5. Tryggja að öll ílát, úti og inni, séu vel merkt með Fenúr merkingum.
  6. Stjórnendur setja sér markmið í að flokka betur.
  7. Hafa reglulegar úttektir og eftirfylgni með framgangi málsins.
  8. Gera árangurinn sýnilegan innanhúss.
  9. Vanda valið í innkaupum, velja umbúðir sem eru endurvinnanlegar.

Við hvetjum ykkur til að vera ekki feimið við að leiðbeina samstarfsfólki ykkar þegar kemur að flokkun. Það er nýtt fyrir okkur flestum að flokka í þetta marga flokka,sem skv lögum eru að lágmarki sjö hjá fyrirtækjum.

Ef umbúðir eru flóknar þá er best að flokka þær sem blandaðan úrgang. Við viljum þó benda ykkur á vef Sorpu þar sem hægt er að finna góðar upplýsingar.

Gangi ykkur vel í þessari skemmtilegu vegferð.