Þegar kemur að flokkun úrgangs er mikilvægt að við séum öll upplýst um hvað eigi að fara í hvaða flokk. Til að sem mestur árangur náist er mikilvægt að flokkun úrgangs sé rétt.

Að flokka úrgang rétt tryggir betri árangur þegar kemur að því að koma honum aftur út í hringrásarhagkerfið, til að sá árangur náist þurfum við öll að vera saman í liði.

Hér er nokkur atriði sem við gott er að hafa á bakvið eyrað:

  • Starfsfólk á að vera upplýst um mikilvægi þess að flokka. Þær upplýsingar er að finna í nýliðakyninngu fyrirtækisins.
  • Það þarf að vera ábyrgðaraðili meðal starfsmanna hjá fyrirtækinu.
  • Flokkun á að vera hluti af menningu fyrirtækisins.
  • Tryggja þarf að öll ílát, inni og úti sér merkt með Fenúr merkingum.
  • Setjum okkur markmið í að flokka betur og er hægt að fara inn á Mínar síður til að sjá gögn varðandi þann úrgang sem fellur til í starfseminni.
  • Mælum með að gera reglulegar úttektir og hafa eftirfylgni til að ná betur utan um framgang úrgangsmálsins.
  • Þegar kemur að innkaupum þá er gott að huga að því að umbúðir séu endurvinnanlegar.

Verum ekki feimin að leiðbeina hvort öðru þegar kemur að flokkun. Við erum komin mislangt í þessu ferli og því hvetjum við ykkur til að benda samstarfsfólki á ef það er eitthvað sem má gera betur.