Raftæki á að flokka sérstaklega og skila á endurvinnslustöðvar sveitarfélaga. Allir málmhlutir með rafklóm og rafhlöðum flokkast sem raftæki, eins og þessi blandari og þetta útvarp sem sjá má á þessari mynd - og einhver setti í endurvinnslutunnu þar sem má setja málma (niðursuðudósir og lok á glerkrukkum).
Þetta getur skapað hættu fyrir starfsfólk í flokkun og endurvinnslu, valdið mengun, eyðilagt búnað og skemmt mikilvæga endurvinnslu.
Flokkum með ábyrgð og skiljum ekkert eftir ♻