Á vef MBL má finna góð ráð um hvernig endurnýta megi jólatréð að notkun þess lokinni. 

Notaðu grein­arn­ar í garðinn
Ef við vær­um ekki á kafi í snjó þessa dag­ana væri til­valið að klippa trjá­grein­arn­ar af við stofn­inn og nota til að hylja garðplönt­urn­ar okk­ar.

Nýttu nær­ing­una úr nál­un­um
Fjar­lægðu nál­arn­ar af grein­un­um og notaðu til að bæta jarðveg­inn í garðinum – garður­inn mun elska það.

Grein­ar sem eldiviður
Notaðu grein­arn­ar sem eldivið þar sem jóla­tré brenn­ur ekki síður vel en ann­ar viður og því til­valið að henda inn í ar­in­inn og ylja sér í leiðinni. Gættu þess bara að grenið sé þurrt – en greni þorn­ar mjög fljótt og því til­val­inn eldiviður.

Gleðjum smá­fugl­ana
Það er nógu erfitt fyr­ir litlu fugl­ana að finna sér eitt­hvað að bíta í þessa dag­ana. Klipptu niður grein­ar og hengdu upp ut­an­dyra ásamt fræ­kúl­um. Bæði þú og fugl­arn­ir munuð njóta og hafa gam­an af.