- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Röng flokkun rafretta getur valdið eldsvoða – mikilvægt að flokka rétt
Rafrettur, bæði einnota og fjölnota, fela í sér mikla eldhættu séu þær ekki meðhöndlaðar rétt að notkun lokinni. Þrátt fyrir smæð sína innihalda fjölnota rafrettur öflugar lithium hleðslurafhlöður, ef þær eru settar í rangan úrgangsflokk eða með blönduðum úrgangi, getur það valdið eldsvoða í endurvinnslustöðvum.
Fjölnota rafrettur: Rafhlaðan verður að fara í réttan farveg
Margar rafrettur eru hannaðar til endurnotkunar, en þegar líftíma þeirra lýkur ber að flokka þær sem raftæki. Mikilvægt er þó að fjarlægja rafhlöðuna áður og skila henni sérstaklega með öðrum rafhlöðum. Sé ekki hægt að fjarlægja rafhlöðuna skal flokka setja hana í heilu lagi með rafhlöðum.
Einnota rafrettur: Þær fara í heilu lagi með rafhlöðum
Notkun einnota rafretta fer vaxandi. Þær innihalda einnig rafhlöður, sem yfirleitt er ekki hægt að fjarlægja með góðu móti. Því ber að skila þessum rafrettum í heilu lagi sem rafhlöðuúrgangur eða smáum raftækjum– ekki með blönduðum úrgangi.
Lithium rafhlöður – dulin og alvarleg hætta
Lithium rafhlöður, sem finnast í flestum fjölnota rafrettum, eru sérstaklega viðkvæmar fyrir áreiti. Við vélræna meðhöndlun í flokkunarstöðvum geta þær skemmst, lekið eða sprungið. Ef vatn eða raki kemst að skemmdri rafhlöðu getur efnahvarf hafist sem leiðir til mikils hita og jafnvel elds. Slík tilvik geta valdið tjóni, hættu fyrir starfsfólk og truflun á endurvinnsluferlum.
Með réttri flokkun er dregið úr íkveikjuhættu og tryggt að meðferð skaðlegra efna sé örugg.
Hægt er að skila notuðum rafrettum í efnaeyðingu hjá Terra
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Móttökustöðin í Vestmannaeyjum er opin virka daga: 10:00-18:00 og helgar 11:00-16:00
Móttökustöðin Akranesi er opin mán, þri, mið og fös: 10:00-18:00, fim 10:00-20:00 og lau 9:00-15:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00