Fyrirtæki sem teljast „kerfislega og efnahagslega mikilvæg“ hafa fengið undanþágu frá takmörkunum samkomubanns fyrir starfsemi sína. Stjórn­völd hafa birt lista yfir þau fyr­ir­tæki sem hafa fengið und­an­þágu frá sam­komu­banni svo unnt sé að halda starf­semi þeirra órof­inni. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra veitir slíka und­an­þágu eftir sam­ráð við sótt­varna­lækni, almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og Mat­væla­stofn­un. Und­an­þágan tekur til fyr­ir­tækja í stór­iðju, sjáv­ar­út­vegi, mat­væla­fram­leiðslu og annarri mik­il­vægri starf­sem­i.

Fyr­ir­tæki sem starfar á grund­velli und­an­þágu er meðal ann­ars Terra í Hafn­ar­firði. Við erum stolt af þessari viðurkenningu og munum sinna skyldum okkar að fullu. 

Í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu segir að margar umsóknir hafi borist um und­an­þágur en að flestum þeirra sé hafn­að. „Und­an­þágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hags­munir liggi að baki sem varði vel­ferð almenn­ings og þjóð­ar­hag. Við­miðin sem horft er til mið­ast við að um sé að ræða „sam­fé­lags­lega ómissandi inn­viði sem mega ekki stöðvast vegna lífs­bjarg­andi starf­semi; starf­semi fyr­ir­tækja sem telst kerf­is­lega og efna­hags­lega mik­il­væg."