Nýjum viðskiptahraðli er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum með það fyrir augum að þátttakendur verði í lok hraðals í stakk búin til að kynna verkefni sín fyrir fjárfestum og sækja styrki í Evrópusjóði sem styðja verkefni sem draga úr losun.

Að verkefninu standa auk Terra, Reykjavíkurborg, Atvinnuvegaráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Hvalfjarðarsveit, Faxaflóahafnir, Sorpa og Þróunarfélag Grundartanga og Breið Þróunarfélag.

Umsjón með hraðlinum er í höndum Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi.