Tékk­neski mynd­listamaður­inn Krištof Kin­tera ,mun hanna og reisa sviðið á jóla­tón­leik­um Baggal­úts í Há­skóla­bíói. Verkið verður unnið í sam­starfi við Terra, sem legg­ur lista­mann­in­um til hrá­efni en Krištof er þekkt­ur fyr­ir að nota hluti sem hef­ur verið fleygt eða fargað í sinni list­sköp­un, oft raf­tæki.

Verk hans kveikja gjarn­an hug­renn­ing­ar um ýkta neyslu­menn­ingu, sóun, ágang á auðlind­ir jarðar og stöðu mann­fólks í um­hverfi sem fer hratt hnign­andi þrátt fyr­ir örar tækni­fram­far­ir.

Listamaður­inn kem­ur til Íslands, ásamt föru­neyti, síðar í mánuðinum en und­ir­bún­ing­ur hef­ur staðið yfir síðan í sum­ar. Hann hef­ur sér­stak­lega óskað eft­ir ákveðnum hlut­um sem verður safnað í sér­merkta gáma við vest­ur­enda Há­skóla­bíós, á móts við Dun­haga, á laug­ar­dag og sunnu­dag næst­kom­andi.

Það eru: Þvotta­vél­ar, borðlamp­ar, standlamp­ar, gervijóla­tré, jólaserí­ur og ryk­sug­ur. Þau sem vilja nýta tæki­færið og koma fyrr­greind­um hlut­um í end­ur­nýt­ingu og sjá þá öðlast nýtt hlut­verk á sviði Há­skóla­bíós í des­em­ber, eru beðin um að koma þeim snyrti­lega fyr­ir í gámun­um. Og kannski mun gamla góða ryk­sug­an þín eða þvotta­vél­in hans afa verða miðpunkt­ur lista­verks á heims­mæli­kv­arða.

„Terra um­hverf­isþjón­usta fagn­ar tæki­fær­inu til að taka þátt í list­sköp­un þar sem hrá­efnið er nytja­hlut­ir sem öðlast nýtt hlut­verk. Það er mik­il­vægt að nýta helst allt til fulln­ustu og skilja ekk­ert eft­ir. Það er mjög ánægju­legt að vera þátt­tak­andi í þessu verk­efni og við hlökk­um mikið til að sjá út­kom­una á sviði Há­skóla­bíós,“ seg­ir Líf Lár­us­dótt­ir, markaðsstjóri Terra.

Guðmund­ur Krist­inn Jóns­son, leiðtogi tón­list­ar hjá Baggal­úti seg­ir: „Hljóm­sveit­in Baggal­út­ur hef­ur í raun­inni verið dug­leg við að end­ur­vinna gamla slag­ara og gefa þeim fram­halds­líf sem jóla­lög - þannig að ef þú pæl­ir í því þá eru þessi fyrri tíma jóla­lög okk­ar meira og minna end­ur­vinnsla. Sem er auðvitað frá­bært. En að því sögðu er afar mik­il­vægt að við hysj­um öll upp um okk­ur og för­um að hugsa um um­hverf­is­mál af al­vöru. Grínjóla­tón­list­ar­brans­inn er þar ekki und­an­skil­inn. Koma Krištofs Kin­tera er mik­ill feng­ur fyr­ir Baggal­út að sjálf­sögðu en ekki síður hval­reki fyr­ir ís­lenskt menn­ing­ar­líf.“

Frétt á vef mbl.is