Gallup kannar árlega viðhorf íbúa gagnvart þjónustu sveitarfélaga og nú liggja fyrir niðurstöður ársins 2021. 20 stærstu sveitarfélögin voru mæld, Akureyrarbær þar á meðal, og er spurt um 12 mismunandi málaflokka.

Sem fyrr koma umhverfismál einna best út hjá Akureyrarbæ sem endurspeglar áherslu sveitarfélagsins á að vera í fararbroddi á því sviði. Að þessu sinni var spurt sérstaklega um ýmsa þætti umhverfismála, svo sem sorphirðu, loftmengun og umhverfisvænar samgöngur, og eru íbúar yfir meðaltali ánægðir með þessa málaflokka.

Við erum stolt af því að íbúar Akureyrarbæjar eru ánægðastir með þjónustu í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu en 84% svarenda segjast ánæðgir með þjónustuna.
Samstarfið við Akureyrarbæ hefur verið ánægjulegt enda hefur bærinn verið í fararbroddi á landsvísu um langt skeið þegar kemur að umhverfismálum.

Sjá frétt á vef Akureyrarbæjar