Í desember mánuði fellur til úrgangur sem alla jafnan er ekki hina mánuði ársins.

Við hjá Terra umhverfisþjónustu tókum saman helstu úrgangs tegundir og viljum deila því með ykkur hvernig sé best að flokka þá til að ná hreinum straumum frá heimilum og fyrirtækjum sem skilar sér aftur inn í hringrásarhagkerfið.

Mandarínukassar      👉 Umbúðartimbur

Plastumbúðir              👉 Plast

Pakkabönd                  👉 Blandaður úrgangur

Leikföng úr plasti       👉 Blandaður úrgangur

Stjörnuljós (notuð)     👉 Málmur

Jólagjafapappír           👉 Pappír

Jólatré                           👉 Trjágreinar

Jólaseríur (ónýtar)     👉 Raftæki

Flugeldar (notaðar)    👉 Blandaður úrgangur

Flugeldar (ónotaðar)  👉 Spilliefni