Á árinu 2016 flutti Terra um 677 tonn af plast til endurvinnslu og orkuvinnslu til Swerec í Svíþjóð. Upplýsingar úr móttökuprófum Swerec til Terra sýndu fram á að endurvinnanlegt plast nam 35% og óendurvinnanlegt plast til orkuvinnslu nam 65%.
Terra á í dag engin viðskipti við Swerec. Frá miðju ári 2020 hefur Terra flutt allt plast til Prezero í Þýskalandi, Peute Recycling í Hollandi og Pure North í Hveragerði.
Terra leggur ríka áherslu á að auðvelda Íslendingum að skilja ekkert eftir; endurnýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti.