Ágæti viðskiptavinur.

Frá og með janúar 2022 verða einungis í boði rafrænar leiðir til móttöku reikninga.  Þú munt ávallt geta nálgast útgefna reikninga á Mínum síðum. Því til viðbótar hefur þú val um þrjár neðangreindar leiðir sem velja þarf á milli.  Þær eru:  

Skeytamiðlun (XLM): Reikningur er sendur í gegnum skeytamiðlara, t.d. Advania eða InExchange. Nauðsynlegt er að viðskiptavinur hafi samning við viðkomandi fyrirtæki til að geta tekið á móti skeytasendingum. 

Heimabanki (PDF): Reikningur er sendur í heimabanka þar sem unnt er að nálgast hann undir Rafræn yfirlit/Netyfirlit. 

Tölvupóstur (PDF): Reikningur er sendur á tilgreint netfang. 

Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Terra í síma 535-2500.

Á aðeins við ef óskað er eftir reikningi í tölvupósti.
Mínar síður
Veitir aðgang að öllum reikningum, færslulistum, reikningsyfirlitum og sundurliðun úrgangsflokka. Aðgangsorð er sent á netfang tengiliðar sem gefið er upp hér að ofan.