Skoða gjaldskrá

Breyting á móttökugjaldi fyrir olíusíur (birt í nóvember 2019)

Þann 17. október sl. lokaðist fyrir hina hefðbundnu ráðstöfunarleið fyrir notaðar olíusíur. Þetta hefur þau áhrif að kostnaður við meðhöndlun eykst verulega frá því sem verið hefur.

Því var þann 22. október tilkynnt um hækkun á gjaldinu upp í 160 kr. Eftir nánari skoðun á möguleikum og kostnaði höfum við ákveðið að bjóða upp á tvo möguleika til skila á notuðum olíusíum, þ.e. annars vegar þeim hefðbundna sem eru ópressaðar síur og hins vegar pressaðar síur. Með pressuðum olíusíum er átt við að síurnar hafa verið settar í þar til gerða pressu til þess að ná úr þeim olíunni.

Verð fyrir þessa tvo flokka verða eftirfarandi frá og með 1. nóvember 2019:

Flokkur                                 Verð án vsk.

Ópressaðar olíusíur           145 kr./kg

Pressaðar olíusíur              35 kr./kg

Hækkun á móttökugjaldi fyrir olíusíur (birt 1.október 2019)

Ágætu viðskiptavinir.

Í síðustu viku lokaðist fyrir hefðbundna ráðstöfunarleið fyrir notaðar olíusíur. Þetta þýðir að kostnaður við meðhöndlun þeirra hækkar verulega frá því sem verið hefur.

Fyrir vikið verður Terra Efnaeyðing hf. að hækka móttökugjald fyrir olíusíur og verður það frá og með 25. október nk. 160 kr./kg án vsk.