Framkvæmdastjóri þjónustu
Gísli Þór Arnarson hefur starfað sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs félagsins síðan í mars 2025. Sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs ber Gísli ábyrgð á akstursþjónustu og viðskiptastýringu félagsins.
 
Gísli lauk námi í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og MBA námi frá University of Louisville árið 2000.
 
Gísli starfaði áður en hann kom til Terra hjá Samskipum í 18 ár. Fyrstu 6 árin sem forstöðumaður innflutningsdeildar en frá 2013 til 2025 var hann framkvæmdastjóri innanlandssvið Samskipa.
 
Á árunum 2003 til 2006 starfaði hann hjá Eimskip sem viðskiptastjóri í innflutningsdeild og á árunum 2000 til 2003 starfaði hann sem verkfræðingur hjá The Corradino Group í Louisville Kentucky.