Öll heimili á Akureyri eru með tunnu undir almennt sorp og innan í tunnunni er hólf fyrir lífrænan úrgang. Í lífræna hólfið í tunnunni fara allir matarafgangar og annar lífrænn úrgangur sem til fellur á heimilinu. Allur þessi úrgangur þarf að fara í sérstaka poka sem eru niðurbrjótanlegir t.d. maís- eða kartöflusterkjupoka (biobag). Einnig má nota pappírspoka.Til viðbótar stendur öllum heimilum til boða að gerast áskrifendur að endurvinnslutunnu Terra. Hægt er að panta hana hér

Á Akureyri eru 11 grenndarstöðvar þar sem hægt er að skila flokkuðum úrgangi til endurvinnslu. Þegar grenndarstöðvar eru nýttar kemur úrgangurinn forflokkaður á Gámasvæðið og auðveldar það vinnuna þar til muna. Á grenndarstöðvum er gámur undir dagblöð og tímarit, gámur undir bylgjupappa og sléttan pappa, gámur undir drykkjarfernur, gámur undir plastumbúðir, kar undir málma, kar undir gler, staurkassi undir rafhlöður, ílát undir kertaafganga og ílát undir matarolíu/steikingarfeiti. Grenndargámarnir eru tæmdir daglega en þrátt fyrir það fyllast þeir reglulega. Ef um mikið magn er að ræða er gott að fara með það beint upp á Gámasvæðið við Réttarhvamm.

600, 601, 603
Almennt sorp
Grá tunna

Í almennu tunnuna sem getur verið grá eða svört fer sá úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur.

 • Salernisúrgangur
 • Úrgangur frá gæludýrahaldi
 • Bleyjur
 • Gúmmíhanskar
 • Umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa
 • Tyggjó
Endurvinnslutunna (valfrjáls)
Græn/Svört tunna

Í  Endurvinnslutunnuna Terra má setja allar plastumbúðir, málma, pappír og pappa. 

 • Dagblöð
 • Tímarit
 • Umslög
 • Sléttur pappi
 • Bylgjupappi
 • Pizzakassar
 • Morgunkornskassar
 • Niðursuðurdósir
 • Lok af glerkrukkum
 • Plastbrúsar
 • Plastfilma
 • Plastpokar
 • Frauðplast
 • Gjafapappír
 • Plastöskjur
 • Sprittkertabikarar
Lífrænt hólf
Svört tunna með lífrænu hólfi

Í lífræna hólfið í tunnunni fara allir matarafgangar og annar lífrænn úrgangur sem til fellur 

 • Ávextir og ávaxtahýði
 • Grænmeti og grænmetishýði
 • Egg og eggjaskurn
 • Kjöt og fiskafgangar + bein
 • Mjöl, grjón, pizza og pasta
 • Brauðmeti, kex og kökur
 • Kaffikorgur og kaffipokar
 • Teblöð og tepokar
 • Mjólkurvörur og grautar
 • Pottaplöntur og blóm
 • Kámaðar pappírsþurrkur
 • Tannstönglar, íspinnaprik og sushiprjónar