600, 602, 603

Almennur úrgangur

Almennur úrgangur er losaður aðra hverja viku.

Sorphiðurdagatal 2019

Endurvinnslutunnan

Endurvinnslutunnan er losuð einu sinni í mánuði. 

Sorphiðurdagatal 2019

Lífrænn úrgangur

Lífrænn úrgangur er losaður aðra hverja viku.  Það er  áríðandi að allur lífræni úrgangurinn fari í sérstaka poka, úr maís/kartöflusterkju, og bundið sé fyrir áður en þeir eru settir í hólfið í tunnunni sem ætlað er fyrir lífræna úrganginn eða í sérstakar tunnur. 

Sorphiðurdagatal 2019

Flokkunarleiðbeiningar

Í gráu tunnuna má fara óflokkað til urðunar:

Bleiur og dömubindi • Úrgangur frá gæludýrahaldi • Fataefni, léreft og sterkar þurrkur svo sem Tork • Áleggsbréf • Ostabox • Tannkrems- og áleggstúpur • Ryksugupokar • Sígarettustubbar • Sælgætis- og snakkumbúðir

Í hólfið má setja eftirfarandi, lífrænt til moltugerðar:

Ávextir og ávaxtahýði • Grænmeti og grænmetishýði • Egg og eggjaskurn • Kjöt- og fiskafgangar + bein • Mjöl, grjón, pizza og pasta • Brauðmeti, kex og kökur • Kaffikorgur og kaffipokar • Teblöð og tepokar • Mjólkurvörur og grautar • Pottaplöntur og blóm • Kámaðar pappírsþurrkur. 

 

Endurvinnslustöðvar á Akureyri, sjá staðsetningar hér.

Þar má losa í sérmerkt ílát: Bylgjupappi og sléttur pappi, Dagblöð, tímarit og skrifstofupappír, Fernur (hreinar og samanbrotnar), Glerílát, Kertaafgangar, málmar, Dósir, lok og álumbúðir, Plastumbúðir (harðar og mjúkar), Rafhlöður