- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Terra opnar fyrir umsóknir um styrki
Ert þú með hugmynd að verkefni sem getur haft jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið?
Við hjá Terra viljum styðja við aðila sem vinna að lausnum sem stuðla að sjálfbærni og betri framtíð fyrir okkur öll. Nú opnum við fyrir umsóknir um styrki til aðila – en aðeins þau verkefni sem falla að styrktar stefnu Terra og snýr að umhverfismálum og nýsköpun koma til greina.
Skilyrði fyrir umsókn
Við leitum að aðila, frumkvöðlum eða sprotafyrirtækjum sem eru með hugmyndir eða verkefni sem styðja við:
Verkefni sem styðja við sjálfbærnistefnu Terra og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem félagið leggur áherslu á, sjá nánar í sjálfbærnistefnu Terra.
Við störfum um allt land og viljum styðja við verkefni í okkar nærsamfélagi ef verkefnið snýr ekki að áhrifum á samfélagið í heild. Hægt er að kynna sér hvar á landinu Terra starfar inn á terra.is
Umsóknarfrestur er til 👉 5. janúar 2026
Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar má finna á hér.
Við hlökkum til að kynnast ykkar hugmyndum og styðja við verkefni sem móta framtíðina í takt við gildi okkar.
Tökum höndum saman fyrir sjálfbærari framtíð.
Terra
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin í Vestmannaeyjum er opin virka daga: 10:00-18:00 og helgar 11:00-16:00
Móttökustöðin Akranesi er opin mán, þri, mið og fös: 10:00-18:00, fim 10:00-20:00 og lau 9:00-15:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00