- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Opnunartími:
Þriðjudaga kl. 13:00 - 18:00
Laugardaga kl. 11:00 - 14:00
(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu)
Endurvinnslustöð er í Búðardal. Hún er opin á þriðjudögum kl. 13-18 og laugardögum kl. 11-14. Auk þess geta íbúar komið með flokkað sorp á flokkunarstöð við Gámavelli á öllum tímum sólarhrings og losað í flokkunarkrár.
Í flokkunarkrá er hægt að láta frá sér fernur, bylgjupappa, sléttan pappa, dagblöð, tímarit, annan pappír, málma, niðursuðudósir, plastfilmu, plastpoka, plastbrúsa, aðrar plastumbúðir og kertavax. Athugið að ekki má setja frauðplast í flokkunarkrá fyrir plast né gler með niðursuðudósum.
Annað endurvinnsluefni og úrgang, það er stærri hluti, spilliefni, frauðplast, timbur, járn og gler þarf eftir sem áður að láta frá sér á opnunartíma flokkunarstöðvarinnar. Þessi endurvinnsluefni skal ekki láta í flokkunarkrána.