Nánari upplýsingar má sjá hér að neðan.  

Gæðastefna

Við vinnum markvisst að því að veita viðskiptavinum góða þjónustu á hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Unnið er eftir gæðastefnu sem miðar að því að:

Tryggja að þarfir og væntingar viðskiptavina séu ávallt uppfylltar, með reglulegum mælingum og eftirfylgni.

Jákvætt samstarf sé viðhaft við innri og ytri viðskiptavini, með reglulegum samskiptum.

Greina tækifæri til úrbóta og framþróunar, m.a. með eftirfylgni ábendinga og verkefna þannig að stöðugum úrbótum sé viðhaldið.

Tryggja starfsfólki góðar starfsaðstæður og tækifæri á reglulegri þrjálfun og fræðslu.

Allir starfsmenn fyrirtækisins fylgja vinnuferlum samkvæmt gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001:2015 til að uppfylla væntingar viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila.

Umhverfisstefna

Við vinnum markvisst að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar og viðskiptavina. Unnið er eftir umhverfisstefnu sem miðar að því að:

Vera í fararbroddi í meðhöndlun úrgangs á landsvísu og einsetja sér að kynna viðskiptavinum og starfsmönnum fyrirtækisins gildi endurvinnslu og endurnýtingar.

Leitast við að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, með reglulegum mælingum á þýðingarmiklum umhverfisþáttum.

Leggja sitt af mörkum til loftslagsmála með betri nýtingu auðlinda, bættri meðhöndlun úrgangs og með ráðgjöf til viðskiptavina. 

Setja sér mælanleg umhverfismarkmið í þeim tilgangi að tryggja stöðugar úrbætur.

Fylgja lagalegum kröfum á sviði umhverfismála og vinna að stöðugum úrbótum í samræmi við umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001:2015.

Öryggisstefna

Við vinnum markvisst að því að tryggja öryggi á allan hátt. Unnið er eftir öryggisstefnu sem miðar að því að:

Vinnuumhverfi starfsmanna myndi kjöraðstæður fyrir andlega og líkamlega vellíðan þeirra við störf hjá fyrirtækinu. 

Tryggja að ferli til stöðugra úrbóta sé til staðar og sé fylgt eftir með mælingum á árangri.

Fylgja lagalegum kröfum á sviði vinnuverndar, öryggismála og persónuverndar og vinna að stöðugum úrbótum. 

Viðhalda reglulegri fræðslu með skipulegum og vönduðum hætti til starfsmanna og gesta.

Tryggja reglulegt eftirlit er lýtur að öryggismálum á öllum vinnusvæðum.

Jafnréttis- og jafnlaunastefna

Tilgangur jafnréttis- og jafnlaunastefnu Terra umhverfisþjónustu er að stuðla að jafnrétti og jöfn laun kynjanna í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Stefna fyrirtækisins er að allar launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum forsendum og tryggt sé að allt starfsfólk njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Stefnan nær til alls starfsfólks fyrirtækisins og er stjórnendum og starfsfólki gert að fylgja henni til að stuðla að auknu jafnrétti á vinnustaðnum og til að ná því markmiði að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir alla, óháð kyni, kynferði, aldri, þjóðerni eða öðru.

Til grundvallar launaákvarðana liggja fyrir kjarasamningar, flokkun starfa og starfslýsingar. Laun taka mið af ýmsum þáttum til að mynda umfangi og eðli starfs, frammistöðu í starfi og starfsreynslu. Allar ákvarðanir stjórnenda um launabreytingar eru teknar í samráði við mannauðsstjóra.

Til að framfylgja stefnunni skuldbindur fyrirtækið sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012.

Terra umhverfsþjónusta skuldbindur sig til að:

 • Starfrækja jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum, skjalfesta og viðhalda því í samræmi við kröfur staðalsins.
 • Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kynjum.
 • Kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki fyrirtækisins.
 • Bregðast við og vinna að umbótum ef stefnunni hefur ekki verið fylgt eftir.
 • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma.
 • Kynna stefnuna fyrir starfsfólki fyrirtækisins og hafa hana aðgengilega á innri vef.
 • Stefna þessi skal birt á vefsíðu fyrirtækisins.

 

Forstjóri fyrirtækisins ber ábyrgð á stefnunni og að jafnlaunakerfi sé framfylgt. Mannauðsstjóri Terra ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfisins í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

 

Samþykkt af framkvæmdastjórn Terra 20. mars, 2023.

Mannauðstefna

Við tryggjum að Terra umhverfisþjónusta hf. og dótturfélög búi yfir hæfu, áhugasömu og kraftmiklu starfsfólki til að leysa verkefni fyrirtækisins á hverjum tíma.

Unnið er eftir mannauðsstefnu sem miðar að því að:

Framtíðarsýn Terra umhverfisþjónustu er að skilja ekkert eftir, það gerum við m.a. með því að deila þekkingu og vinna saman. Umhverfismál eru mikilvæg fyrir alla og mikilvægi málaflokksins eykst stöðugt. Við gerum okkur grein fyrir þeim áhrifum sem við getum haft og þeim tækifærum sem geta skapast í umhverfi fyrirtækisins. Mannauðsstefnan miðar að því að allar ákvarðanir sem teknar eru og snúa að sambandi Terra og starfsfólks styðji við framtíðarsýn okkar og miði að því að markmiði um að skilja ekkert eftir, deila þekkingu og að vinna saman verði að veruleika.

Markmið mannauðsstefnunnar er að Terra hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og kraftmiklu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og fram sækið vinnuumhverfi og stuðlar að ánægju starfsfólks.

Gott og ánægt starfsfólk er grundvöllur vel rekins fyrirtækis. Starfsmenn Terra umhverfisþjónustu og dótturfélaga eru því ein af helstu auðlindum fyrirtækisins og mannauðsstefnan felur í sér að vera stefnumarkandi og stuðla þannig að samkeppnishæfni fyrirtækisins.

Unnið er eftir jafnréttisáætlun og einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðin.

Að skilja ekkert eftir, merkir að við leitumst við að lágmarka urðun þeirra úrgangsefna sem að okkur berast, það þýðir líka að við vinnum verk okkar þannig að ekkert verði eftir.

Deilum þekkingu, merkir að deilum þekkingu okkar á úrgangsmálum með starfsfólki og viðskiptavinum. Við vinnum í umhverfi sem er síbreytilegt og mikilvægt að við nýtum sérþekkingu okkar til að stuðla að umbótum í samfélaginu m.t.t. flokkunar og meðhöndlunar úrgangs.

Vinnum saman felur í að sér að samskiptin eru hreinskiptin og uppbyggileg og gagnkvæm virðing ríkir milli starfsmanna og einnig milli starfsfólks og viðskiptavina. Áhersla er lögð á að starfsmenn stuðli að góðum starfsanda og leggi sig fram við að efla liðsheildina og styðja hvern annan, þannig fáum við ánægðari viðskiptavini.

Við:

 • leggjum áherslu á öryggi, heilsu og aðbúnað starfsmanna
 • vinnum faglega við ráðningar og móttöku nýliða
 • leggjum áherslu á fræðslu og þróun
 • tryggjum öflugt upplýsingaflæði
 • styðjum samþættingu atvinnu- og fjölskyldulífs
 • vinnum að stöðugum umbótum og framsækni

 

Sjálfbærnistefna

Við viljum stuðla að sjálfbærni.

https://www.terra.is/static/files/Public/sjalfbaernistefna-terra-umhverfisthjonustu.pdf

Hlutverk okkar hjá Terra umhverfisþjónustu hf. er að koma efnum sem flæða í gegn hjá okkur í réttan farveg og sem mestu aftur í hringrásina á umhverfisvænan hátt.  Þannig viljum við stuðla að sjálfbærara samfélagi ásamt því að bæta umgengni við jörðina, veita starfsfólki okkar heilbrigt og öruggt starfsumhverfi og styðja við viðskiptavini okkar að ná sem mestum árangri í umhverfisvænni úrgangsstjórnun.  Við viljum auk þess vera til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum og hafa þannig jákvæð áhrif á okkar hagaðila og virðiskeðju.