Átaksverkefni Snæfellsbæjar

Fyrir um mánuði síðan buðu forsvarsmenn Snæfellsbæjar íbúum að sækja sér gjaldfrjálst teygjur á grenndarstöð Ólafsvíkur.
Lesa meira

Tvískiptur sorphirðubíll – umhverfisvænni leið

Terra á Vesturlandi tók við sorphirðu á Akranesi og sorpmóttökustöð Gámu á Höfðaseli þann 1.september síðastliðinn. Að sögn Lilju Þorsteinsdóttur rekstrarstjóra Terra á Vesturlandi hefur gengið mjög vel að sinna þjónustunni. „Við erum svo heppin að hafa á að skipa frábæran hóp af starfsfólki og okkur hefur verið tekið mjög vel af íbúum Akraness. Fólk er ánægt með bætta þjónustu en við hirðum endurvinnanlegt efni á tveggja vikna fresti í stað mánaðarlega eins og áður var. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um hvort verið sé að blanda endurvinnslu og almennum úrgangi saman í bílinn hjá okkur en það er misskilningur sem okkur er mikið í mun að leiðrétta. Þjónustunni er sinnt á tvískiptum bíl sem þýðir að viðkomu á hvern stað fækkar þar sem báðar tunnurnar eru teknar í einu, í sitthvort hólfið en það þýðir að sjálfsögðu umhverfisvænan ávinning í minnkun á útblæstri og hagkvæmni í söfnun." Frétt og mynd af Akranes.is 4.10.2017 (sjá nánar hér).
Lesa meira

Akranes - Sorphirða og endurvinnsla

Umhverfisvernd og ábyrg í umgengni um náttúruna eru mikilvægustu atriðin sem varða okkur í nútíð og framtíð. Flokkun sorps og rétt meðhöndlun þess er mikilvægur þáttur í að tryggja lífskjör til frambúðar. Þjónustuaðili sorphirðu Almenn sorphirða, leiga, sala og losun sorpíláta og gáma og söfnun úrgangs til endurvinnslu er í umsjón Terra Vesturland. Samningur Akraneskaupstaðar og Terra er til fimm ára, frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2022. Sorphirðudagatal, gjaldskrá, magntölur og fleiri upplýsingar má nálgast hér að ofan. Endurvinnslustöðin Gáma Gámaþjónustu Vesturlands sér um rekstur endurvinnslustöðvar Gámu að Höfðaseli 16. Símanúmer Gámu er 431-5555 og er opnunartími alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Fasteignaeigendur eru minntir á "Gámukortin" (klippikort) sem fást afhent í þjónustuveri kaupstaðarins. Hver íbúðareigandi getur fengið afhent eitt kort árlega sem veitir handhafanum rétt til endurgjaldslausrar afhendingar á allt að 3 m3 af heimilisúrgangi í sorpmóttökustöðinni Gámu. Vekjum athygli á því að söfnun nytjahluta fyrir nytjamarkaðinn Búkollu er í Gámu. Sjá nánari upplýsingar hér.
Lesa meira