Hjálpaðu til við endurvinnsluna

Þau hjá Golfklúbbi Reykjavíkur hafa verið að skoða með hvaða hætti þau geta staðið betur að flokkun og endurvinnslu þess sem fellur til á völlum félagsins. Með það að markmiði hafa nú gömlu ruslatunnurnar verið fjarlægðar en í þeirra stað hefur verið komið upp endurvinnslutunnum á völdum stöðum á vellinum. Með þessu móti má koma öllu rusli í sinn flokk og huga betur að umhverfinu. Við óskum eftir liðsinni félagsmanna með þetta verkefni og biðjum þá kylfinga sem leika á völlum félagsins að taka með sér það sem tilheyrir þeim og losa svo í þar til gerðar flokkunartunnur. Til að byrja með verða flokkunartunnurnar staðsettar við klúbbhúsin í Grafarholti og við Korpu, en verður mögulega fjölgað ef þörf þykir. Við hvetjum kylfinga einnig til þess að hugsa um hvað þeir taki með sér út á völl til þess að lágmarka það rusl sem fellur til og hefur veitingafólkið okkar t.d. breytt umbúðum á samlokum til koma til móts við okkur. Ekki þarf að taka það fram, en reynist þó þörf á, að rusli hendum við ekki út á völl né skiljum eftir okkur á teigum. Það er einfalt að stinga umbúðum eða gosflöskum í pokann og henda svo þegar næsta flokkunarstöð verður á vegi okkar. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda völlunum snyrtilegum og á sama tíma að flokka og skila rusli á réttan stað. Golfklúbbur Reykjavíkur mynd og frétt af grgolf.is 4.6.2020
Lesa meira

Boðorðin fimm

Í nýjasta hlaðvarðsþættinum, Skiljum ekkert eftir, er fjallað um boðorðin fimm til þess að minnka sorp og tileinka sér umhverfisvænni lífstíl. 
Lesa meira

Heimajarðgerð slær í gegn

Heimajarðgerð nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og sífellt fleiri Íslendingar eru að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Þetta er tilvalin leið til þess að tileinka sér umhverfisvænni lífsstíl og minnka kolefnisfótsporið. Viðtal í Fréttablaðinu 22.5.2020 við Líf Lárusdóttur markaðsstjóra Terra um heimajarðgerð.
Lesa meira

Græðum upp landið með moltu

Landgræðslan og Terra ætla vinna saman að uppgræðslu lands á Reykjanesi, nálægt Krýsuvík. Terra útvegar moltu sem verður dreift á þessu svæði til þess að örva vöxt og stöðva rof. 
Lesa meira

Endurkast - frábært dæmi um endurnýtingu!

Víða leynast frisbígolfdiskar sem eigendur eru hættir að nota af ýmsum ástæðum, diskar sem þrá ekkert heitar en að fá að svífa um loftin blá að nýju og leika í höndum sem kunna að meta þá.
Lesa meira

Skiljum ekkert eftir - nýtt hlaðvarp

Í þessum nýju hlað­varps­þáttum er fjallað um umhverf­is­mál, end­ur­vinnslu, sjálf­bærni og sorp­lausan lífs­stíl. Umsjón­ar­menn eru Freyr Eyj­ólfs­son og Þóra Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir.
Lesa meira

Terra Einingar afhendir nýtt salernishús frá Danfo

Nýju salernishúsi var komið fyrir á Mógilsá við Esjurætur í gær. Með tilkomu þess bætist aðstaða þess fjölmarga göngufólks sem leggur leið sína á þetta bæjarfjall Reykvíkinga. Um tíu þúsund manns skrifa nafn sitt í gestabækur Ferðafélagsins á fjallinu á sumri hverju.
Lesa meira

Terra endurgreiðir hlutabætur til Vinnumálastofnunar

Terra hefur ákveðið að endurgreiða hlutabætur vegna starfsfólks félagsins sem hefur verið á skrá hjá Vinnumálastofnun, og nýta það úrræði ekki lengur.
Lesa meira

Ingibjörg Ólafsdóttir í stjórn FESTA — Miðstöð um samfélagsábyrgð

Ingibjörg Ólafsdóttir, mannauðs-og gæðastjóri Terra, var valin í stjórn Festa í gær. Hlut­verk Festu er að auka þekk­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja, stofn­ana og hverskyns skipu­lags­heilda til að til­einka sér sam­fé­lags­lega ábyrga starfs­hætti og stuðla að auk­inni sjálf­bærni. Festa eyk­ur vit­und í sam­fé­lag­inu og hvet­ur til sam­starfs og að­gerða á þessu sviði.
Lesa meira

Met slegið í plokki

Tæp fjögur tonn (3760 kg) af rusli söfnuðust í gáma Terra á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei áður hafa plokkarara verið jafn öflugir.
Lesa meira