Mikilvægt er að flokka flugeldaúrgang á endurvinnslustöðvum en þá má einnig finna sérstaka gáma undir flugelda við húsnæði Björgunarsveita. Endurvinnslustöðvar Sorpu opna á ný í dag, 2.janúar, þar sem finna má gáma undir flugelda. Stjörnuljós má flokka í ílát undir málma. Ósprungna flugelda skal alltaf meðhöndla og flokka sem spilliefni. 

Í dag, 2. janúar, verða gámar fyrir flugeldarusl á vegum Reykjavíkurborgar við eftirfarandi hverfastöðvar:

  • Jafnasel
  • Fiskislóð
  • Svarthöfða
  • Kjalarnes

Á Akureyri má finna gáma undir flugelda á fjórum stöðum:

  • Bónus Langholti
  • Bónus Naustahverfi
  • Súlur Hjalteyrargötu
  • Gámasvæðið Réttarhvammi

Á Akranesi má finna gám undir flugelda við húsnæði Björgunarfélagsins við Kalmansvelli 2.

Pappinn sem finna má í ýmsum flugeldum er ekki hæfur til endurvinnslu en ástæðan er leirinn sem er notaður í botninn t.d á flugeldaskottertum. 

Göngum vel um og komum í veg fyrir að flugeldarusl grotni niður og verði að drullu og sóðaskap.