Fyrir þremur mánuðum fengu íbúar Suðurnesja fyrir utan heimili sitt grænu tunnuna sem er endurvinnslutunna. Tilgangurinn var að þeir byrjuðu að flokka heimilissorp. Fjarlægja plast og pappír frá öðrum úrgangi sem fellur til á heimilum. Gámaþjónustan sér svo um að sækja almennt sorp og endurvinnsluefni sem fara í frekari flokkun í aðalstöðvunum í Hafnarfirði. Heilt yfir gengur heimilum vel að flokka en nú hafa yfir 300 tonn af endurvinnsluefni skilað sér til úrvinnslu frá því í september. Í endurvinnslutunnuna mega fara sex flokkar; dagblöð og tímarit, pappír, sléttur pappi og bylgjupappír, málmumbúðir, plastumbúðir og fernur. Mikilvægt er að skola áður með vatni því hreinleiki skiptir máli.

Blaðamaður frá Víkurfréttum kom í heimsókn og fékk örnámskeið í flokkun.

Frétt af vf.is 8.2.2019 sjá nánar hér.