Við upphaf árs heimsóttu ráðgjafar Terra Mjólkursamsöluna og voru með almenna kynningu á stöðunni á endurvinnslu-markaðnum í dag fyrir starfsfólk Mjólkursamsölunnar; fólk sem sér um ýmis mál, frá samskiptum, umbúðakaupum, vöruþróun yfir í markaðsmál og framleiðslu.

Til umræðu voru ýmsar leiðir í endurvinnslu sem Terra býður upp á og framtíðarmöguleikar í þeim efnum. Úr varð góð heimsókn þar sem við ræddum málin vel og það er ánægjulegt að sjá áhuga Mjólkursamsölunnar á að skilja ferlið betur og skoða hvernig þau geti náð enn betri árangri þegar kemur að umbúðum og merkingum þeirra.

Eitt af okkar allra skemmtilegustu verkefnum er að heimsækja viðskiptavini okkar, kynna fyrir þá flokkun og fara yfir tækifærin sem leynast víða. Þess má geta að árið 2019 hlýddu vel yfir 1000 manns á fyrirlestrana okkar með einum eða öðrum hætti. Einnig fórum við í nokkur skemmtileg samstarfsverkefni, til að mynda prófanir á umbúðum í jarðgerðinni okkar.