Samingur undirritaður milli PCC Bakki Silicon og Gámaþjónustu Norðurlands

Þann 25 janúar síðastliðinn skrifuðu PCC BakkiSilicon og Gámaþjónusta Norðurlands undir samning um meðhöndlun úrgangs og aukaafurða hjá PCC BakkiSilicon. Á heimasíðu PCC BakkiSilicon segir að inntak samningsins sé hagkvæm og ábyrg meðhöndlun allra efna sem falla frá starfsemi kísilversins á Bakka við Húsavík. "Samningurinn hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði og er undirskrift hans mikilvægur liður í lokaundirbúningi fyrir gangsetningu kísilversins sem er á næsta leiti. Við hlökkum til samstarfsins við Gámaþjónustuna og stefnum á að hámarka flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu frá okkar starfsemi". Segir á heimasíðunni en það voru þau Kristín Anna Hreinsdóttir fjármálstjóri PCC Bakki Silicon, Jökull Gunnarsson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC BakkiSilicon og Helgi Pálsson rekstrastjóri Gámaþjónustu Norðurlands sem skrifuðu undir samninginn. Frétt og mynd af 640.is 30.1.2018
Lesa meira

Gæðavottun - ISO 9001

Í júnímánuði fór fram úttekt á gæðastaðlinum ISO 9001 á starfsstöðvum Gámaþjónustunnar í Berghellu og hjá Efnamóttökunni. Undanfarið ár hefur verið unnið að því að innleiða þennan staðal þar sem lokaáfanginn var vottun sem gildir frá og með 2. ágúst 2018. Gæðavottunin tryggir það að við vinnum stöðugt að bættri þjónustu við viðskiptavini og hjálpar okkur að gera alltaf betur.
Lesa meira

Moltan okkar er gott dæmi um endurvinnslu

Moltan okkar er gott dæmi um endurvinnslu þar sem hún er unnin úr þeim lífræna úrgangi sem berst til okkar sem minnkar það magn úrgangs sem fer til urðunar ♻️
Lesa meira

Fiskidagurinn mikli flokkar rusl

Í dag, miðvikudaginn 4. júlí, undirrituðu fulltrúar fjögurra aðila samvinnusamning sem snýr að flokkun á rusli sem til fellur á Fiskideginum mikla. Undirritunin fór fram í Bergi menningarhúsi á Dalvík.
Lesa meira

Nýr Benz

Gámaþjónusta Vesturlands fékk nýjan Benz afhentan 23. apríl. Á myndinni f.v. Arngrímur Sverrisson rekstrarstjóri, Magnús Magnússon verkstjóri, Eiríkur Oddsson bílstjóri og Snorri Sigurðsson verkstæðisformaður.
Lesa meira

HAFNARBAKKI-FLUTNINGATÆKNI – DJÚPGÁMAR ÞAÐ NÝJASTA Í SORPMÁLUM

Hafnarbakki-Flutningatækni hefur undanfarin ár flutt inn gáma og tæki til sorphirðu fyrir utan ýmsar aðrar vörur sem tengjast endurvinnslu og umhverfi. Djúpgámar eru það nýjasta í sorpmálum hér á landi en þeir hafa verið í notkun víða erlendis undanfarin ár. Hafnarbakki-Flutningatækni flytur inn og selur þessa gáma.
Lesa meira

Álið verður aftur nýtt

Ársfundur Samáls, Samtaka álframleiðenda á Íslandi sem haldinn var í gærmorgun í Hörpu. Líf Lárusdóttir verkefnastjóri Gámaþjónustunnar flutti ávarp þar sem hún ræddi um tækifæri í endurvinnslu hér á landi.
Lesa meira

Ný Gæða- , umhverfis- og öryggisstefna

Nú er búið að gefa út nýja Gæða- , umhverfis- og öryggisstefnu fyrir Gámaþjónustuna og dótturfélög.
Lesa meira

Gámaþjónusta Norðurlands - Ný pressa

Undirbúningur að því að setja nýja pressu hjá Gámaþjónustu Norðurlands að hefjast. Gamla pressan var seld til Randers í Danmörku. Áætluð verklok eru 20. maí.
Lesa meira