Á föstudaginn síðasta fór fram rafræn kynning þegar nemendur og starfsfólk grunnskólans á Suðureyri fengu flokkunarfræðslu á rafrænu formi. Þau voru að taka í notkun nýjar flokkunartunnur og fræðslan var liður í því að fara yfir hvernig ætti að flokka í þær.

Þetta tókst mjög vel og nú ættu nemendur að geta leiðbeint foreldrum sínum um flokkun ef einhver vafaatriði koma upp.