Skynjarar í grenndargámum Reykjavíkurborgar og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Terra hefur hafið samstarf með Lýsir ehf. um uppsetningu skynjara í nokkra grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu og í Grímsnesi- og Grafningshreppi og hafa þeir verið teknir í notkun. Skynjararnir mæla hversu mikið efni er í gámunum og hægt er að taka mið af því við stýringu losana. Telur Terra að reynsla og lærdómur af þessu verkefni muni spara akstur og minnka kolefnisspor þjónustunnar í framtíðinni.