Magn úr­gangs við heim­ili og þar með álag á sorp­hirðu Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur auk­ist mikið síðastliðna daga. Terra mun á næstu vikum aðstoða borgina við hirðu á blönduðum úr­gangi (gráu tunn­urn­ar). Frá og með ­deginum í dag geta því borg­ar­bú­ar bú­ist við að sjá starfs­menn Terra taka sorp við heim­ili til viðbót­ar við starfs­fólk sorp­hirðu borg­ar­inn­ar. Við hjá Terra erum stolt af þessu óvenjulega og mikilvæga samstarfi á þessum sérstæðu tímum. Það er mikilvægt að mismunandi og ólík fyrirtæki, félög, einstaklingar og sveitarfélög vinni saman þessa dagana. Samstaða er sterkt afl.

Munum svo: Við erum öll almannavarnir.