Stuðlum að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum!

Efnamóttakan tekur nú þátt í tilraunaverkefni með Reykjavíkurborg og Sorpu um að stuðla að betri skilum á spilliefna- og raftækjaúrgangi í réttan farveg og draga úr urðun þessara efna. Gerður er út SPILLIVAGNINN sem staðsettur verður á fyrirframákveðnum og -auglýstum tímum úti í hverfum borgarinnar til að auðvelda fólki skilin og vekja athygli á réttri meðferð og flokkun spilliefna og raftækja.
Lesa meira

Móttaka á raftækjum og spilliefnum við Fjarðarkaup (Birt 15.október 2018)

Síðastliðinn laugardag 13. október, var haldinn alþjóðlegur átaksdagur fyrir endurvinnslu á raftækjum. Í tilefni af því bauð Efnamóttakan upp á móttöku á raftækjum og spilliefnum á bílastæðinu við Fjarðarkaup sl. laugardag 13. október og í móttökustöð sinni í Berghellu 1. Meðfylgjandi er mynd af spilliefnabílnum og ílátum sem stillt var upp á bílastæðinu af þessu tilefni.
Lesa meira

Nýtnivika – drögum úr myndun úrgangs!

Umhverfisstofnun stendur fyrir átaki um að draga úr myndun úrgangs í tilefni af Evrópskri nýtniviku, sem stendur yfir dagana 17.-25. nóvember. Að þessu sinni er lögð áhersla á spilliefni.
Lesa meira

Kvöldblíðan í nóvember

Öll él lægir um síðir. Eftir mikla úrkomu um liðna helgi er komið hið besta veður.
Lesa meira

Brotajárn flutt til Hollands

11. október var skipað út 870 tonnum af járni sem mun fara til Hollands. Fyrirtækið hringrás sér um vinnuna við járnið. Þetta er járn af öllu Ísafjarðarsvæðinu og Vesturbyggðarsvæðinu auk Tálknafjarðar. Skipið kom frá Grundartanga og mun halda til Reykjavíkur þar sem það fyllir sig. Verkið gekk vel fyrir sig Járnapressan kom 6 sept.og hafist var handa við að klippa og pressa 10 sept. tveir menn unnu á vöktum í hálfan mánuð við að pressa og klipp járnið í réttar stærðir. Það léttir mikið á vegakerfinu að geta flutt allt þetta járn sjóleiðina. Síðast kom skip sem tók járn í nóvember 2016. Þannig að það hafa safnast 435 tonn á ári.
Lesa meira

Plægður strengur

í góðaveðrinu sem hefur verið í vikunni komin þýða og veður gott til plægingar. Strákarnir hafa verið að plægja streng fyrir virkjunnaraðila á Dagverðardal. Strengurinn liggur frá stöðvarhúsi í spennuhús sem mun taka við orkunni.
Lesa meira

Sóttur blandari fyrir moltugerðin

Jónas fór til Rvk með raftæki og spilliefni, kom með blandara til að nota við moltugerðina í bakaleiðinni. Það er allt að komast á fulla ferð í moltugerðini.
Lesa meira

Nýtnivika – drögum úr myndun úrgangs!

Umhverfisstofnun stendur fyrir átaki um að draga úr myndun úrgangs í tilefni af Evrópskri nýtniviku, sem stendur yfir dagana 17.-25. nóvember. Að þessu sinni er lögð áhersla á spilliefni. Hér er að finna upplýsingar um hvaða efni teljast vera spilliefni og hvaða hætta stafar af þeim.
Lesa meira

Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum

„Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn.
Lesa meira

Rúm 3 tonn úr fyrstu söfnun á lífrænum úrgangi

Hann Jónas frá Gámaþjónustu Vestfjarða skrapp suður til Reykjavíkur á dögunum með raftæki og spilliefni og kom til baka með blandara sem á að nota í moltugerðina. Það er allt að komast á fulla ferð í moltugerðinni segir Gámaþjónustan og það mátti greinilega sjá líka á fundargerð frá Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar frá gærdeginum.
Lesa meira