3 nýjir bílar afhentir

Þrír nýjir bílar voru afhentir í vikunni, allt Scania Krókbílar. Tveir af þessum þremur fara í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en sá þriðji fer til Gámaþjónustu Norðurlands. Myndin er frá afhendingu á bílunum f.v. Gunnar Bragason forstjóri GÞ, Bjarni Arnarsson framkvæmdarstjóri sölusviðs Kletts, Ómar Arnar Ómarsson krókbílstjóri GÞ, Guðni Butt Davíðsson krókbílstjóri GÞ, Hannes Örn Ólafsson þjónustustjóri GÞ og Snorri Sigurðsson verkstæðisformaður GÞ.
Lesa meira

Gámaplanið í Kjós

Síðustu vikur hefur vinna staðið yfir við að bæta aðstæður á gámaplaninu, meðal annars með nýjum skiltum og merkingum á gámana. Karl Magnús Kristjánsson oddviti Kjósahrepps var gríðarlega ánægður með nýju skiltin á gámaplaninu við Hurðarbaksholt.
Lesa meira

Endurvinnsluátak í Snæfellsbæ

Í samstarfi við bæjarstjórn Snæfellsbæjar er nú í gangi endurvinnsluátak á svæðinu. Einn liður í þessu verkefni var grein sem birtist í gær í bæjarblaði Snæfellsbæjar, Jökli.
Lesa meira

Timburkurl – afrakstur innlendrar endurvinnslu.

Kurlið okkar er tætt timbur sem berst til okkar í Berghellu. Timburkurl er vinsælt í runna- og blómabeð í görðum, í stíga á útivistarsvæðum og sem undirburður í gripahúsum Kurlið er heimkeyrt á höfuðborgarsvæðinu í sekkjum.
Lesa meira

Brenna nú metangasi úr safnhaugnum í Fíflholtum

Jákvætt skref var í síðustu viku stigið í umhverfismálum hjá Sorpurðun Vesturlands í Fíflholtum. Þá var formlega tekinn í notkun sérhæfður brennari sem brennir metangasi sem leitt er úr núverandi urðunarrein þar sem metangasframleiðslan er mest. Rörum er komið niður í safnhauginn og eftir þeim leitt metangas til brennslu í sérstökum brennara. Með því móti er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstaðnum, en áætlað er að það metangas sem að óbreyttu hefði farið út í andrúmsloftið mengi á við 2.500 bíla.
Lesa meira

Umhverfisátak á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur ákveðið að leggjast í umhverfisátak sem hefst formlega 24. júní næstkomandi. Fyrsta skrefið af þremur í átakinu verður dagana 24.-26. júní en þá verður brotajárn, timbur, spilliefni, dekk, plast og annað rusl fjarlægt frá heimilum og atvinnuhúsnæði á Skagaströnd. Annað skrefið verður dagana 12.-16. ágúst en þá mun Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gera úttekt í bænum í samvinnu við sveitarfélagið. Þriðja skrefið felst í því að Skagaströnd veitir viðurkenningar fyrir góða umgengni og snyrtimennsku hjá íbúum.
Lesa meira

Blóm í bæ

Við verðum á Umhverfis- og bændamarkaðnum Breiðumörk 21 á morgun frá kl. 13:00 - 17:00 á bæjarhátíðinni Blóm í bæ!
Lesa meira

Verkefnið "Plokksett að láni" framlengt út júní

Tilraunaverkefnið "Plokksett að láni" sem farið var af stað með í apríl hefur gengið vonum framar.
Lesa meira

Ókeypis molta fyrir bæjarbúa

Næstu vikur býðst íbúum í nærumhverfi Flugstöðvarinnar að sækja sér moltu við vöruhús Isavia í Grænás. Hægt er að nálgast moltuna alla virka daga milli klukkan 8:00-16:00.
Lesa meira

Hvað eru djúpgámar og hvernig virka þeir?

Hafnarbakki-Flutningatækni, dótturfyrirtæki Gámaþjónustunnar hefur undanfarin ár flutt inn gáma og tæki til sorphirðu fyrir utan ýmsar aðrar vörur sem tengjast endurvinnslu og umhverfi
Lesa meira