Samningur undirritaður við PCC
Samningur undirritaður við PCC

Þann 25 janúar síðastliðinn skrifuðu PCC BakkiSilicon og Terra Norðurland undir samning um meðhöndlun úrgangs og aukaafurða hjá PCC BakkiSilicon.

Á heimasíðu PCC BakkiSilicon segir að inntak samningsins sé hagkvæm og ábyrg meðhöndlun allra efna sem falla frá starfsemi kísilversins á Bakka við Húsavík.

"Samningurinn hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði og er undirskrift hans mikilvægur liður í lokaundirbúningi fyrir gangsetningu kísilversins sem er á næsta leiti. Við hlökkum til samstarfsins við Terra og stefnum á að hámarka flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu frá okkar starfsemi". Segir á heimasíðunni en það voru þau Kristín Anna Hreinsdóttir fjármálstjóri PCC Bakki Silicon, Jökull Gunnarsson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC BakkiSilicon og Helgi Pálsson rekstrastjóri Terra Norðurland sem skrifuðu undir samninginn. Frétt og mynd af 640.is 30.1.2018