Umhverfisvernd og ábyrg í umgengni um náttúruna eru mikilvægustu atriðin sem varða okkur í nútíð og framtíð. Flokkun sorps og rétt meðhöndlun þess er mikilvægur þáttur í að tryggja lífskjör til frambúðar.
Þjónustuaðili sorphirðu
Almenn sorphirða, leiga, sala og losun sorpíláta og gáma og söfnun úrgangs til endurvinnslu er í umsjón Terra Vesturland. Samningur Akraneskaupstaðar og Terra er til fimm ára, frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2022. Sorphirðudagatal, gjaldskrá, magntölur og fleiri upplýsingar má nálgast hér að ofan.
Endurvinnslustöðin Gáma
Terra Vesturland sér um rekstur endurvinnslustöðvar Gámu að Höfðaseli 16. Símanúmer Gámu er 431-5555 og er opnunartími alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Fasteignaeigendur eru minntir á "Gámukortin" (klippikort) sem fást afhent í þjónustuveri kaupstaðarins. Hver íbúðareigandi getur fengið afhent eitt kort árlega sem veitir handhafanum rétt til endurgjaldslausrar afhendingar á allt að 3 m3 af heimilisúrgangi í sorpmóttökustöðinni Gámu. Vekjum athygli á því að söfnun nytjahluta fyrir nytjamarkaðinn Búkollu er í Gámu.
Sjá nánari upplýsingar hér.