Víða leynast frisbígolfdiskar sem eigendur eru hættir að nota af ýmsum ástæðum, diskar sem þrá ekkert heitar en að fá að svífa um loftin blá að nýju og leika í höndum sem kunna að meta þá.

Endurkast er samstarfsverkefni ÍFS, FGR og Frisbígolfbúðarinnar sem gengur út á að safna saman gömlum diskum, þrífa þá og snyrta áður en þeim er úthlutað til verðugra góðgerðarverkefna.

Terra er sönn ánægja að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem einnig er frábært dæmi um endurnýtingu!

Fyrsta verkefnið felst í að safna diskum sem afhentir verða Rauða krossinum á Íslandi þar sem þeir nýtast í starfi RKÍ með félagslega einangruðum skjólstæðingum. Diskarnir verða notaðir á viðburðum til að fá fólk til að tengjast og vera virkt og hvað er betra en til þess en frisbígolf?

Komdu með gömlu diskana þína, smelltu þeim í tunnuna frá Terra sem staðsett er í í Frisbígolfbúðinni í Bolholti og endurkastaðu þeim til þeirra sem þurfa á þeim að halda!