Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Út um allan heim eru í gangi róttækar aðgerðir til þess að bregðast við útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Yfirvöld og fyrirtæki hafa þurft að bregðast skjótt við, koma upp nýjum sjúkrahúsum og móttökum á örskömmum tíma. Landspítalinn í Fossvogi hefur til að mynda komið upp húsaeiningum frá Terra til þess að sinna móttöku fyrir þá sem grunaðir eru um COVID-19 smit. Viđ hjá Terra erum stolt af þessu brýna og mikilvæga samstarfi viđ Landspítalann. Húsin uppfylla alla gæđastađla og samskonar hús eru m.a. notuđ sem skrifstofur fyrir lækna í Fossvogi.

Ingi Arason hjá Terra ræddi þessar lausnir við Síðdegisútvarpið á Rás 2, en hann segir smáhýsin frá Terra vera einfalda og hagkvæma lausn þegar finna þarf nýjar lausnir  varðandi húsakost og aðstæður á tímum samkomubanns og fjarlægða í samskiptum.

„Við erum með einingar sem eru af ýmsum stærðum og gerðum. Það er hægt að gera þetta nákvæmlega eins og þér hentar. Hinn hefðbundni gámur er svona 15 fermetrar; svo eru einingar eins og eru notaðar við Landspítalann sem eru 27 fermetrar; það er hægt að hengja tvo slíka saman, þá ertu komin með 54 fermetra, þetta er allt saman mjög einfalt og fljótlegt.“

Ef þú þarft að breyta atvinnuhúsnæði þínu á skömmum tíma, stokka upp og skilja að starfsemina – þá er Terra með lausnina fyrir þig.  Sjá nánar hér.