- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Hvernig flokkast lífplast?
Hvernig flokkast handþurrkur af salernum?
Allur úrgangur af salernum á að fara í almennt sorp. Handþurrkur af salernum eiga aldrei að flokkast með pappa.
Hvernig flokkast myndbandsspólur?
Hvernig flokkast einnota hanskar?
Einnota hanskar flokkast í almennt sorp
Má eldhúspappír / sérvettur fara með lífrænum úrgangi?
Já, matarsmitaður pappír má fara með lífrænu.
Hvernig flokkast bækur?
Innbundnar bækur með saumuðum kili eru erfiðar í venjulegri pappírs-endurvinnslu. Ef kjölurinn er límdur saman má bókin fara í endurvinnslu. Eins er hægt að rífa kjölinn af og setja blaðsíður í endurvinnslu- eða pappírstunnu. Annars fara innbundnar bækur í almennt sorp.
Þarf að þvo endurvinnsluefni?
Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint en ekki er nauðsynlegt að þurrka umbúðirnar. Oft á tíðum er um samsettar umbúðir að ræða og er þá gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er t.d. að rífa plastflipa af drykkjarfernum og taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum og fleiri umbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát.
Flokkast gluggaumslög sem pappír eða plast?
Gluggaumslög mega fara með pappír og óþarfi er að taka plastið af
Þarf að taka merkimiðana af plastumbúðunum sem flokkast með plasti?
Nei, það þarf ekki að taka merkimiðana af plastumbúðunum
Hvernig flokkast sprittkerti?
Tómir sprittkertabikarar flokkast í Endurvinnslutunnuna