Moltan er blanda af þeim lífræna úrgangi sem við söfnum hjá fyrirtækjum og stofnunum, hrossataði og trjáúrgangi með búið er að fara í gegnum hitameðferð. Við fengum mat Umhverfisstofnunar á að þessi úrgangur sem endurnýttur er í jarðgerð fyrirtækisins geti hætt að teljast úrgangur heldur flokkist sem vara.

Moltan þykir kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti molta 2 hlutar mold) eða dreifa moltunni yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.