- Fyrirtæki
- Heimili
- Um Terra
Moltan er blanda af þeim lífræna úrgangi sem við söfnum hjá fyrirtækjum og stofnunum, hrossataði og trjáúrgangi sem búið er að fara í gegnum hitameðferð. Terra hefur fengið mat Umhverfisstofnunar um að sá úrgangur sem endurnýttur er í jarðgerð fyrirtækisins telst ekki lengur úrgangur og flokkast sem vara. Þannig komum við þeim lífræna úrgangi aftur inní hringrásina í formi jarðvegsbætis, í stað þess að hann endi í urðun.
Moltan þykir kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti molta 2 hlutar mold) eða dreifa moltunni yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.
Timburkurl er afrakstur innlendrar endurvinnslu en það er tætt úr því timbri sem berst til okkar. Kurlið þykir vinsælt í runna- og blómabeð í görðum, í stíga á útivistarsvæðum og sem undirburður í gripahúsum. Kurlið er heimkeyrt á höfuðborgarsvæðinu.
Um er að ræða timburkurl en ekki trjákurl.
Einnig er hægt að nálgast kurlið hjá okkur í Berghellu 1, en þá er keyrt framhjá byggingu merktri skrifstofu, inn um hlið og lagt við vigtarskúr. Kurlið er afhent í vigtarskúrnum þar sem einnig er tekið á móti greiðslu vegna afhendingar.
221 Hafnarfirði
Kt: 410283-0349
Netfang: terra@terra.is
Sími: 535-2500
Neyðarnúmer: 660-2800